Fitufrysting

Með CoolTech®

CoolTech fitufrysting er áhrifarík og varanleg fitufrystingarmeðferð. Með nákvæmri frystingu á líkamssvæði sem hafa safnað á sig óæskilegri fitu deyja fitufrumurnar, sem sogæðakerfi líkamans fjarlægir svo. Fitueyðing með frystingu er möguleg vegna þess að fitufrumur líkamans eru mun næmari fyrir kulda en húðfrumurnar. Húðin helst því heil og óskemmd við meðferðina.

CoolTech fitufrysting er örugg og fer fram án skurðaðgerðar. Meðferðin er nánast sársaukalaus og mun mildari en fitusog. Ekki er þörf á að taka frí frá vinnu eftir meðferðina og ekki er þörf  á deyfingu eða svæfingu. Engar nálar eru notaðar. Taka skal þó fram að í einstaka tilfellum getur fólk fundið fyrir verulegum óþægindum sem geta enst í allt að 6 vikur. Það er sjaldgæft og gengur til baka. 
Hver meðferð tekur um 70 mínútur.

Hvenær á þessi fitufrysting við?

CoolTech fitufrysting er fyrst og fremst hugsuð fyrir fólk sem óskar eftir minni háttar lagfæringu á vissum stöðum líkamans, en ekki sem meðferð við almennri offitu. Meðferðin er sérstaklega áhrifarík gegn „erfiðum“ svæðum, þ.e.a.s. fitu sem vill ekki hverfa við megrun eða líkamsrækt. Við fitufrystinguna fækkar þeim fitufrumum sem frystar eru og árangurinn verður sýnilegur eftir einungis eina meðferð.

Hægt er að meðhöndla kvið, síður, læri, mjaðmir, svæði kring um hné og rasskinnar. Eftir eina meðferð sést allt að 25% fituminnkun á meðhöndlaða svæðinu.

Ekki er hægt að gera ráð fyrir að einstaklingar léttist við þessa meðferð. Til að árangur haldist þarf fólk að passa að þyngjast ekki því annars gæti fita komið á meðhöndluð svæði eins og á önnur svæði líkamans. Eins geta hormónaáhrif haft áhrif á varanleika meðferðar. Mælt er með skynsamlegu mataræði fyrir og eftir meðferðir.

Cooltech fitufrysting er ekki fyrir:

● Þungaðar konur eða konur með barn á brjósti.
● Einstaklinga með hita, flensulík einkenni eða virka sýkingu.
● Sjúklinga með kviðslit.
● Sjúklinga með virka húðsjúkdómaa, æðahnúta eða æðabólgur á meðferðarsvæðinu.
● Sjúklinga með ofsakláða gegn kulda (cold urticaria) eða aukið næmi fyrir kulda.
● Sjúklinga með sjálfsofnæmissjúkdóma í húð.
● Sjúklinga með Raynaud’s sjúkdóm, cryoglobulinemiu eða blóðstorkugalla.
● Sjúklinga með langvinna hjarta-, æða- eða nýrnasjúkdóma.
● Sjúklinga sem eru nýkomnir úr skurðaðgerð á meðferðarsvæðinu. A.m.k. 6 mánuðir verða að líða frá aðgerð til þess að beita megi fitufrystingu.
● Ekki er ráðlegt að framkvæma meðferðina ef mikið húðslit er á meðferðarsvæðinu, nýleg ör (yngri en 1 árs), kviðslit eða upphleypt ör.

Hverjir eru kostir og gallar fitufrystingar?

Kostir fitufrystingar eru helst þeir að meðferðin er sársaukalítil, batatími er stuttur og aukaverkanir sjaldgæfar. Eins er árangur talinn mjög góður af þessum meðferðum.

Væntingar skjólstæðinga til meðferðarinnar geta haft áhrif. Ekki má líta á fitufrystingu sem megrunarúrræði og ekki má heldur búast við að léttast eftir fitufrystingu. Eins getur árangur gengið til baka ef breyttur lífsstíll eða óheilbrigt mataræði veldur þyngdaraukingu eftir meðferð.

Hvernig fer sjálf meðferðin fram?

Til að sem bestur árangur náist er best að bóka fyrst viðtal hjá starfsfólki Húðlæknastöðvarinnar til að gera áætlun um meðferðina og eins til að ganga úr skugga um að væntingar um árangur séu raunhæfar. Skoða þarf ástand húðarinnar. Í byrjun er svæðið sem meðhöndla á mælt og ljósmyndir af svæðinu teknar.

Gelmotta er lögð á húðina yfir svæðinu sem meðhöndla til að verja undirliggjandi húð.

Cooltech-hausinn sogar til sín fituvefinn og kælir svo fituna undir húðinni. Þær fitufrumur sem meðferð er beint að deyja. Þær eru síðan fjarlægðar af sogæðakerfi líkamans í fyllingu tímans. Kælingin er -3 til – 8 gráður. Þegar líður á meðferðina dofnar húðin og vægu óþægindin af soginu hverfa. Mismunandi hausar eru notuð eftir því hvaða líkamshluti er meðhöndlaður.

Öryggiskerfi er í Cooltech-tækinu og kælingin hættir sjálfkrafa ef hún verður of mikil. Þetta er gert svo að húðin yfir fitusvæðinu skemmist ekki.

Meðan á meðferð stendur getur viðkomandi slakað á lesið, hlustað á tónlist eða jafnvel unnið. Ekki er þörf á sérstökum tíma til að jafna sig eftir meðferð. Eftir hverja meðferð sem tekur húðin nokkuð rauð og vægt bólgin. Þá er svæðið nuddað af meðferðaraðila til brjóta niður fituvefinn og örva upptöku í sogæðakerfið.

Eftir um 6-8 vikur eftir fyrstu meðferðina er óhætt að meðhöndla sama svæði aftur.

Flestir þurfa 2-3 meðferðir til að ná fullnægjandi árangri og hjá sumum nægir jafnvel ein meðferð. Dreifing fitufrumna er mismunandi milli einstaklinga og skýrir það muninn á árangrinum. 

Um 10% fólks svarar ekki CoolTech meðferðinni og hjá öðrum getur svæðið orðið aðeins óreglulegt eftir meðferðina.

Myndband sem útskýrir CoolTech fitufrystingu
Hvað gerist eftir meðferðina?

Í stöku tilfellum getur húðskyn dofnað jafnvel í nokkrar vikur eftir Cooltech meðferð. Væg eymsli geta orðið í húð eftir meðferðina og jafnvel vægt mar.

CoolTech meðferðin getur valdið aukaverkunum sem eru það vægar að þær trufla ekki daglegar athafnir:

● Það kemur alltaf roði á meðferðarsvæðið sem getur varað frá nokkrum mínútum upp í nokkra klukkutíma.

● Stundum getur mar komið á meðferðarsvæðið vegna sogsins.

● Flestir finna fyrir breyttu skyni, eins og dofa eða kitlandi tilfinningu, í svæðinu sem meðhöndlað er fyrst af stað. Það jafnar sig yfirleitt fjótt en í undantekningartilfellum getur það varað í allt að 8 vikur.

● Sumir finna fyrir þreytutilfinningu með vægum hita í einn sólarhring.

● Flestir finna ekki fyrir neinum sársauka í byrjun meðferðarinnar, en sumir finna fyrir vægum sársauka fyrstu 10 mínúturnar.

● Flestir finna fyrir vægum sársauka í enda meðferðarinnar þegar að tækið er tekið af og húðin nudduð. Það varir yfirleitt í u.þ.b. 10 mínútur en getur varið í 7 til 10 daga ef mikil bólga verður. Þá má taka parasetamól eftir þörfum, en helst ekki bólgueyðandi eins og íbúprófen.

Forðast skal sólina og ljósameðferðir fimm dögum fyrir og eftir meðferð, sem og aðrar meðferðir eins og lasermeðferðir á sama svæði.

FYRIR OG EFTIR MYNDIR
Hafðu samband

Hægt er að bóka tíma hjá lækni
frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:30
Sími 520 4444

Ljósameðferð
Sími 520 4408

Sendu okkur tölvupóst
timabokun@hls.is

 

Spjallaður við okkur á
Facebook Messenger

  Húðlæknastöðin

  Smáratorg 1,
  201 Kópavogur,
  Iceland

  Opið virka daga
  8:00 – 16:00

  Skiptiborð er opið
  9:00 – 12:00
  13:00 – 15:30

  © Húðlæknastöðin ehf. – Með notkun á vefnum samþykkir notandi notkunarskilmála hans – Notkunarskilmálar og yfirlýsing um persónuvernd

  Skráðu þig á póstlista
  Húðlæknastöðvarinnar

  Til að fá tilboð um vörur og þjónustur á undan öðrum ásamt fræðslu um hinar ýmsu meðferðir.
   
  SMELLTU HÉR
  close-link