Húðslípun

Húðslípun endurnýjar efstu lög húðarinnar án skurðaðgerða og fyrstu húðslípunartækin voru tekin í notkun milli 1950 – 1960. Meðferð með húðslípun hefur verið veitt á Húðlæknastöðinni síðan árið 2000.  Nú er boðið upp á nýja tækni með húðslípun sem kallast demantsslípun.

Hvenær á þessi meðferð við?

Húðslípunar meðferð er notuð við:

Fínar línur í andliti, grynnri ör og ör eftir unglingabólur verða minna áberandi.
Litablettir í andliti sem og öldrunarblettir geta orðið minna áberandi.
● Ef jafna á lit og eða áferð húðarinnar.
Ef losa þarf um fílapensla.
Til þess að meðhöndla melasma (meðgöngufreknur).

Áður en húðslípun er ákveðin er mikilvægt að hitta húðlækni ef:

● Um húðbreytingu er að ræða sem gæti mögulega verið húðkrabbamein.
● Notað er Decutan (Isotretinoin), sem er sterk bólulyf eða ef minna er en 6 – 12 mánuðir eru liðnir frá því að Decutanmeðferð lauk.
● Örmyndun er mikil eða algeng, ef ör dofna illa eða eru upphleypt.

Einnig getur verið varasamt að meðhöndla einstaklinga með ákveðna húðsjúkdóma, a.m.k. ef þeir eru virkir. Einstaklingar sem þjást af rósroða, exemi, frunsum (herpes), rauðum úlfum, psoriasis eða eru með virkar unglingabólur (acne) ættu alltaf að ráðfæra sig við lækni áður en meðferð er ákveðin. Það sama á við ef húðin er sólbrunnin, opin sár eru á eða nálægt meðferðarsvæði, eða ef æðaslit eru áberandi.

Hverjir eru kostir og ókostir húðslípunar?

Eftir nokkrar meðferðir má búast við að áferð húðarinnar verði sléttari, frísklegri og litadreifingin verði jafnari. Þessi meðferð er örugg fyrir allar húðgerðir en mögulegt er að dökkar húðgerðir geti sýnt dekkri bletti eftir meðferð, tímabundið. Batatími er stuttur og aukaverkanir takmarkaðar.

Flestir þurfa nokkrar meðferðir svo hámarksárangur náist. Meðferðarlotur með fjórum til sex meðferðum eru algengar með tveggja til fjögurra vikna millibili. Hve lengi áhrifin endast er þó mjög einstaklingsbundið. Húðin eldist og oftast þarf reglulega viðhaldsmeðferð.

Hvernig fer meðferðin sjálf fram?

Demantshúðslípunin fjarlægir efsta lag húðarinnar en það er aðeins brot úr millimetra að þykkt. Stundum eru virk krem sem virka gegna öldrun notuð samhliða til að auka áhrif kremanna, því þau komast dýpra inn í húðina við slípun.

Hvað gerist eftir meðferðina?

Batatími er stuttur, en roði og bólga eru algengar aukaverkanir sem jafna sig almennt innan tveggja sólarhringa. Þó eru dæmi um væga bólgu og roða í nokkrar vikur eftir meðferð.  Mikilvægt er að nota sólvörn eftir meðferðina í a.m.k. þrjár vikur. Æskilegast er að sólarvörn sé alltaf notuð.

Hafðu samband

Hægt er að bóka tíma hjá lækni
frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:30
Sími 520 4444

Ljósameðferð
Sími 520 4408

Sendu okkur tölvupóst
timabokun@hls.is

 

Spjallaður við okkur á
Facebook Messenger

    Húðlæknastöðin

    Smáratorg 1,
    201 Kópavogur,
    Iceland

    Opið virka daga
    8:00 – 16:00

    Skiptiborð er opið
    9:00 – 12:00
    13:00 – 15:30

    © Húðlæknastöðin ehf. – Með notkun á vefnum samþykkir notandi notkunarskilmála hans – Notkunarskilmálar og yfirlýsing um persónuvernd

    Skráðu þig á póstlista
    Húðlæknastöðvarinnar

    Til að fá tilboð um vörur og þjónustur á undan öðrum ásamt fræðslu um hinar ýmsu meðferðir.
     
    SMELLTU HÉR
    close-link