PRX-Derm

Er húðin orðin slöpp og þreytt án alls ljóma? Ert þú með grunn ör, grófa húð eða fínar línur í andlitinu?
Þá gæti PRX-Derm verið lausnin!

Hvað er PRX-Derm?

PRX-Derm er einstök samsett meðferð með PRX-T33 medical peel og Dermapen örnálameðferð.
Dermapen er örnálameðferð sem hefur margsannað gildi sitt í að þétta húðina með örvun á kollageni og elastíni. Hún hefur þannig áhrif á fínar línur, ör og slappa húð.
PRX-T33 medical peel er aftur á móti ný tegund af TCA sýrum sem örvar frumur húðarinnar til að endurnýja sig án þess að skaða yfirhúðina. Meðferðirnar auka virkni hvor annarrar og PRX-Derm er kjörin meðferð fyrir þá sem vilja fallegra yfirbragð og betri áferð húðarinnar, eru með grunn ör og fínar línur og langar að fá unglegra og frískara útlit. Einnig er þetta frábær meðferð til að fyrirbyggja öldrun húðarinnar.

Hvernig fer meðferðin fram?

Meðferðin fer þannig fram að fyrst kemur þú í hefðbundna örnálarmeðferð með Dermapen og kemur svo aftur fjórum vikum seinna í PRX-T33 medical peel. Mælt er með því að endurtaka meðferðina að minnsta kosti árlega.

Hvað gerist eftir meðferðina?

● Strax eftir Dermapen meðferð er húðin rauð og örlítið bólgin. Oftast gengur þetta yfir á 1-2 dögum, en fyrir kemur að einhver roði og bólga geti varað í allt að viku.
● Eftir PRX medcal peel getur Þú upplifað væga húðflögnun í 2-3 daga.
● Forðast skal líkamsrækt, sund og gufuböð í 1-2 sólarhringa á eftir.
● Hægt er að nota snyrtivörur daginn eftir meðferð.

Hvenær sést árangur meðferðarinnar?

Margir sjá árangur eftir fyrstu meðferð en kollagen- og elastínframleiðsla tekur tíma og kemur endanlegur sjáanlegur árangur fram á nokkrum mánuðum.

Hafðu samband

Hægt er að bóka tíma hjá lækni
frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:30
Sími 520 4444

Ljósameðferð
Sími 520 4408

Sendu okkur tölvupóst
timabokun@hls.is

 

Spjallaður við okkur á
Facebook Messenger

    Húðlæknastöðin

    Smáratorg 1,
    201 Kópavogur,
    Iceland

    Opið virka daga
    8:00 – 16:00

    Skiptiborð er opið
    9:00 – 12:00
    13:00 – 15:30

    © Húðlæknastöðin ehf. – Með notkun á vefnum samþykkir notandi notkunarskilmála hans – Notkunarskilmálar og yfirlýsing um persónuvernd